Lífið er að láta sér dreyma...

Lífið er að láta sig dreyma... 

Fyrir mér er að láta sér dreyma eins og að setja sér markmið í lífinu. 'Eg er á þeim stað í lífinu að ég þarf að endurskoða lífið útfrá ýmsum hliðum, mér finnst ekkert slæmt að endurskoða lífið mér finnst það eigilega bara soldið spennandi. Eins og staðan er í dag hefur lífið verið tímabil, ég er smábarn, ég er barn og unglingur, ég vel mér menntun, ég fer í framhaldskóla og svo í háskóla, ég elska og hata, ég eignast barn og el það upp. Á þessum árum hef ég skilið við ástina í tvígang, ég hef flutt landið þvert og til baka, ég hef staðist stór verkefni og staðið þau sem einstaklingur.

Núna er ég komin í þá stöðu að barnið mitt er að klára síðustu árin í barnaskóla og er orðinn nú þegar mun sjálfstæðari og mótaðir einstaklingur og ég var á hans aldri. Ég hef þurft að berjast við ófyrirsjáanlegar aðstæður vegna veikinda. Allt í einu er ég miklu meira ein með sjálri mér og ég hef mun meiri tíma fyrir mig sem persónu, stundum held ég jafn vel að ég hafi of mikinn tíma til að hugsa. Ég hef þurft að endurhugsa hlutverk mitt sem manneskju í því samfélagi sem við búum í hér á Íslandi í dag. 

Það er búið að vera með ervitt að sætta mig við að geta ekki gert hlutina eins og ég er vön, á þeim hraða eða á þeim tíma sem ég þekki. Það er mér ervitt að geta ekki unnið við það sem ég lagði mikið á mig að læra og kostaði mig mikinn tíma og pening. En ég hef trú á því að það sé ástæða fyrir þessu öllu... það er verið að kenna mér eitthvað nýtt eða láta mig sjá hlutina í frá öðru sjónarhorni. Ég er búinn að spyrja mig að því aftur og aftur síðustu mánuði ... HVER ER ÉG..?? 

Ég var spurð af því í morgun... Ef þú leggur veikindin og hömlurnar sem þau setja þér alveg til hliðar og slekkur á því ... hver viltu vera?? Hver er ég...??

Þegar ég var unglingur var ég villingur og gerði allt se ég gat til að ögra fólki... þegar ég var í Háskóla var ég hönnuður og listamaður ... Við höfum mismunadi hlutverk í gegnum lífið og það getur haft áhrif á hver við erum hverju sinni. Ég finn að hutverk mitt er að breytast og ég er að sætta mig við að með nýjum vekefnum hafa það breytt mér og þeim hlutverkum sem ég hef.

Niðurstaða morgunsinns voru að ég er sú góða, hlíja, milda, bóngóða, staðfasta og sterka 41 ára Margrét og með það að markmiði / draum er ég glöð að halda áfram inní nýtt tímabil í lífi mínu. 

Ást og draumar


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband